Jóhannes Helgason

Just a regular Joe (lol). Ég er ungur maður á þrítugsaldri, giftur fallegri konu og í ágætis starfi.

Ég er mikill áhugamaður um tónlist, og finnst ekkert verra ef hún er í þyngri kanntinum. Þá þykja mér íþróttir skemmtilegar, bæði til áhorfs og ástundunar. Tækni og græjur hafa alltaf vakið áhuga minn og ég lít á sjálfan mig sem 'wannabe-computergeek', ekkert sérstaklega góður í þessu, en hef áhugann.

Ég leigi með konunni minni, henni Töru, sem er í mastersnámi í félagsráðgjöf í Háskóla Íslands. Hún er fallegasta og klárasta manneskja sem ég hef nokkurn tíman kynnst.

Og já, ekki má gleyma hundinum Stjörnu og kettinum Háka sem eru með okkur, og hafa það helvíti fínt.